fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist hreint ekki útilokað að Liverpool muni láta til skara skríða og reyna að klófesta Alexander Isak framherja Newcastle.

Fjallað er um málið af Graeme Bailey blaðamanni sem sérhæfir sig í Liverpool fréttum og starfar hjá The Kop.

Bailey segir að Liverpool sé svo sannarlega að skoða málefni Isak en málið velti á því hvort hann hafni nýjum samningi hjá Newcastle.

Newcastle er tilbúið að gera sænska framherjann að launahæsta leikmanni í sögu félagsins.

„Newcastle er tilbúið að borga meira en félagið hefur áður ætlað sér, Liverpool fylgist náið með og þetta kemur í ljós fljótlega,“ segir Graeme Bailey.

„Liverpool er á tánum, miðað við það sem ég heyri þá telja þeir sig eiga góðan möguleika á að fá hann.“

„Á meðan hann skrifar ekki undir nýjan samning fylgist Liverpool með.“

Graeme Bailey segir að Liverpool gæti fengið Isak á um 120 milljónir punda ef hann hafnar nýjum samningi hjá Newcastle.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur