fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana

Victor Pálsson
Mánudaginn 30. júní 2025 21:12

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum njósnari hjá Manchester United, Mick Brown, segir að félagið muni gera allt til þess að fá inn Emiliano Martinez í sínar raðir í sumar.

Það þýðir líklega að Andre Onana sé að kveðja þá rauðklæddu en hann hefur ekki beint staðist væntingar eftir komu frá Inter Milan.

Martinez er talinn vera einn besti markvörður heims en hann er að yfirgefa Aston Villa og hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

Brown þekkir til United en samkvæmt honum þá verður allt gert til þess að landa argentínska markverðinum fyrir næsta vetur.

,,Manchester United hefur í raun staðfest það að félagið hafi áhuga á Martinez. Þeir munu fá það sem er í boði fyrir Onana,“ sagði Brown.

,,Þeir munu hafa samband við Aston Villa og sjá hvort skiptin geti gengið í gegn. Þeir horfa á hann sem mun öflugri kost en Onana og eru tilbúnir að koma hlutunum af stað sem fyrst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Í gær

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Í gær

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar