Manchester United hefur staðfest ráðningu sína á Jonny Evans og mun hann sjá um leikmenn á láni og koma leikmönnum upp í aðalliðið.
Evans er að klára UEFA A gráðuna sem þjálfari og mun starfa með Jason Wilcox yfirmanni knattspyrnumála.
Evans lagði skóna á hilluna í vor en hann lauk ferlinum með United þar sem ferilinn hafði einnig byrjað.
Hann mun nú halda áfram að starfa hjá United eftir að skórnir eru komnir upp í hillu. Hann þarf að fylgjast með leikmönnum sem félagið sendir á lán.
Evans lék 536 leiki sem atvinnumaður og spilaði 107 landsleiki fyrir Norður-Írland.