fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. júní 2025 18:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta líkist greinilega því að Donald Trump ætli að draga sig í hlé sem sáttasemjari í stríði Rússlands og Úkraínu.

Þetta er mat tveggja norskra sérfræðinga sem ræddu við Dagbladet um þróun mála að undanförnu.

„Það er eini möguleiki Donald Trump í stöðunni til að komast óskaddaður frá þessu. Ég held að hann viti að Pútín hafi platað hann og að hann hafi málað sig út í horn sem erfitt er að komast út úr. Nú er bara að skipuleggja hvernig á að draga sig út úr ferli sem hann (Trump, innsk. blaðamanns) skildi greinilega ekki mikið í,“ sagði Sverre Diesen, fyrrum yfirmaður norska hersins.

Þrátt fyrir að Trump hafi fundað nokkrum sinnum með Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, og rætt nokkrum sinnum við Pútín í síma, hefur ekki þokast neitt í áttina að friðarsamningi á milli ríkjanna. Þvert á móti hafa árásir þeirra á hvort annað færst í aukana að undanförnu.

Trump hefur einnig sáð efasemdum um friðarferlið að undanförnu með ummælum sínum: „Ég veit ekki hver fjandinn kom fyrir Pútín. Hann er orðinn algjörlega klikkaður,“ sagði hann í maí eftir nýjar og harðar árásir Rússa á Úkraínu.

Arne Bård Dalhuag, hershöfðingi á eftirlaunum, sagði að Trump hafi áttað sig á að hann muni ekki geta komið á friði og vilji nú draga sig út úr þessu á sem minnst vandræðalegan hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári hugleiðir meiðyrðamál

Gunnar Smári hugleiðir meiðyrðamál