fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Reiðarslag fyrir Ísland ef þessar spár ganga eftir

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. júní 2025 08:30

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Evrópumótið í Sviss er á næsta leyti og leikur Ísland fyrsta leik mótsins, gegn Finnum. Samkvæmt bókinni góðu er það slakasta lið riðilsins og því afar mikilvægt fyrir Stelpurnar okkar að taka sigur í þessum leik.

Veðbankar eru hliðhollir Íslandi og á Lengjunni er stuðull á sigur Íslands til að mynda 1,73. Stuðull á sigur Finnlands er 3,82 og 3,23 á jafntefli.

Hvað möguleika Íslands á mótinu varðar virðast veðbankar almennt ekki hafa allt of mikla trú. Noregur og Sviss, sem einnig eru í riðlinum og leika innbyrðis sama dag og Ísland og Finnland, eru talin mun sigurstranglegri í riðlinum. Þar eru Norðmenn skör ofar.

Íslenska liðið er hins vegar það hæst skrifaðasta samkvæmt heimslista FIFA af þessum fjórum þjóðum og hafa Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og leikmenn ekki farið leynt með það að stefnan sé sett rakleiðis upp úr riðlinum.

Ljóst er að það yrðu mikil vonbrigði að takast ekki ætlunarverkið.

Dagskrá Íslands á EM
2. júlí gegn Finnum
6. júlí gegn Sviss
10. júlí gegn Noregi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nova flytur á Broadway
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Í gær

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts