fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Bíll endaði inni í verslun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. júní 2025 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir voru handteknir eftir að bíll endaði inni í verslun í miðborginni í nótt. Voru allir mennirnir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Rannsóknin snýr meðal annars að því að rannsaka hver var að aka bílnum þegar hann endaði inni í versluninni.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að maður braust inn í fyrirtæki í gærkvöld en yfirgaf vettvang þegar hann áttaði sig á því að það var fólk þar innandyra. Hann fannst stuttu síðar þar sem hann var að reyna að brjótast inn í bíl, hann var þá handtekinn. Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í klefa í þágu rannsóknar.

Tilkynnt var um umferðaróhapp þar sem ökumaður á rafmagnshlaupahjóli féll af hjólinu. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði.

Eldur kviknaði í íbúð miðsvæðis og fóru slökkvilið og lögregla á vettvang. Eldurinn var minniháttar en það kviknaði í frá eldhúsrúlluhaldara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigríður ber fullt traust til saksóknarans og leiðréttir Morgunblaðið

Sigríður ber fullt traust til saksóknarans og leiðréttir Morgunblaðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi