fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433

Mögnuð innkoma Kristófers í Garðabænum – Valsarar á siglingu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. júní 2025 21:14

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik kom til baka í seinni hálfleik og valtaði yfir nágranna sína í Stjörnunni í Bestu deild karla í kvöld.

Benedikt Waren kom Stjörnunni yfir snemma leiks og útlitið fyrir Garðbæinga var lengi vel gott. Þegar 20 mínútur lifðu leiks settu Blikar hins vegar í fimmta gír og Kristófer Ingi Kristinsson gerði frábæra þrennu.

Aron Bjarnason innsiglaði 1-4 sigur í restina og Íslandsmeistararnir halda öðru sætinu, eru nú með jafnmörg stig og Víkingur, 26, sem þó á leik til góða. Stjarnan er í fjórða sæti með 20 stig.

Gott gengi Vals hélt þá áfram, en liðið vann sigur á KA í markaleik í kvöld. Adam Pálsson, Tómas Bent Magnússon, Albin Skoglund og Stefán Gísli Stefánsson gerðu mark hvor í 2-5 sigri, eitt markanna var sjálfsmark Ásgeirs Sigurgeirssonar.

Bjarni Aðalsteinsson og Hans Viktor Guðmundsson gerðu mark KA. Valur er í þriðja sæti með 24 stig en KA er með 12 stig í ellefta sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Í gær

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins