fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. júní 2025 10:51

Skjáskot Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm einstaklingar sem handteknir voru í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi eystra, í samvinnu við þrjú önnur lögregluembætti, á dögunum hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Málið varðar skipulagða brotastarfsemi sem snýr að framleiðslu á fíkniefnum á nokkrum stöðum á landinu.

Ráðist var í aðgerðir á nokkrum stöðum, meðal annars á Raufarhöfn, þann 18. júní síðastliðinn og voru fimm einstaklingar úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Landsréttur staðfesti síðar úrskurðinn.

Samkvæmt kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur Héraðsdómur Norðurlands eystra nú framlengt gæsluvarðhald yfir sömu aðilum til 4. júlí næstkomandi. Fjórir af þessum fimm aðilum hafa kært þessa úrskurði til Landsréttar.

Unnið er að rannsókn málsins, að því er segir í tilkynningu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigríður ber fullt traust til saksóknarans og leiðréttir Morgunblaðið

Sigríður ber fullt traust til saksóknarans og leiðréttir Morgunblaðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi