fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Lið sem hafa lekið eins og KR hafa fallið – Óskar Hrafn þarf að skrifa söguna

433
Föstudaginn 27. júní 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef mið er tekið af sögunni á Íslandi þarf KR svo sannarlega að óttast það að liðið geti fallið úr Bestu deild karla í sumar.

KR hefur fengið á sig 32 mörk í fyrstu tólf umferðum Íslandsmótsins, ekkert lið sem hefur fengið á sig álíkan fjölda af mörkum hefur haldið sér í deildinni.

Frá aldamótum hafa öll lið sem hafa fengið á sig nálægt þessum fjölda af mörkum fallið úr deildinni.

Skagamenn eru í sömu stöðu þegar kemur að mörkum á sig en liðið hefur fengið á sig 31 mark en skorað töluvert mikið minna en KR. Staðan á Akranesi er því svört.

KR skorar þó töluvert meira en önnur lið sem hafa verið í sömu vandræðum í varnarleik, liðið hefur skorað 31 mark og fengið á sig 32 mörk.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari liðsins er að breyta miklu í Vesturbæ og hefur fengið lof fyrir, vandræðin í varnarleik hafa hins vegar verið mikil.

Flestir sparkspekingar telja engar líkur á því að KR falli úr deildinni en liðið situr í tíunda sæti deildarinnar og er einu stigi frá fallsæti.

Sagan:
2024 – Fylkir fékk á sig 32 mörk í fyrstu tólf leikjunum og féll
2019 – ÍBV fékk á sig 29 mörk í fyrstu tólf leikjunum og féll
2016 – Þróttur fékk á sig 32 mörk í fyrstu tólf leikjunum og féll
2015 – Keflavík fékk á sig 31 mark í fyrstu tólf leikjunum og féll
2012 – Grindavík fékk á sig 30 mörk í fyrstu tólf leikjunum og féll
2008 – HK fékk á sig 32 mörk í fyrstu tólf leikjunum og féll
2005 Grindavík fékk á sig 28 mörk í fyrstu tólf leikjunum og féll
2000 – Leiftur fékk á sig 30 mörk í fyrstu tólf leikjunum og féll

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband