fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Trump er öskureiður og krefst breytinga – „Þetta kostar landið okkar milljarða“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. júní 2025 07:00

Trump er ekki sáttur. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta kostar landið okkar MILLJARÐA DOLLARA.“ Þetta skrifaði öskureiður Donald Trump á Truth Social, samfélagsmiðilinn sem hann á, og beindi þar orðum sínum að ákveðnum dögum.

Helgidögum í Bandaríkjunum. Nánar tiltekið hversu margir þeir eru. „Það eru allt of margir helgidagar í Bandaríkjunum þar sem fólk þarf ekki að vinna,“ skrifaði hann fimmtudagskvöldið 19. júní sem var einmitt helgidagur. Þessi dagur er kallaður „Juneteenth“ en þá er endalokum þrælahalds fagnað.

Þennan dag, 1865, reið Gordon Granger, hershöfðingi, inn í bæinn Galveston í Texas og sagði hópi þræla að borgarastyrjöldinni væri lokið og að þeir væru nú frjálsir. Þetta gerðist rúmlega tveimur árum eftir að Abraham Lincoln, þáverandi forseti, skrifaði undir „Emancipation Proclamation“ sem lýsti alla þræla í uppreisnarríkjunum í suðri frjálsa.

Fyrir fjórum árum, 2021, var þessi dagur gerður að helgidegi á landsvísu þegar Joe Biden skrifaði undir lög þar um.

Business Insider segir að lögin hafi verið samþykkt einróma í öldungadeild þingsins.

En Trump, sem hélt ekki upp á „Juneteenth“ á nokkurn hátt að sögn bandarískra fjölmiðla, segir nú að það séu of margir helgidagar.

„Það kostar landið okkar milljarða dollara að öll þessi fyrirtæki eru lokuð,“ skrifaði hann og bætti við: „Starfsfólkið vill þetta heldur ekki!“ en lagði, eins og yfirleitt er venjan hjá honum, ekki fram neinar sannanir eða gögn sem styðja þessi orð hans.

CNN og Business Insider benda á að í kosningabaráttunni 2020 hafi Trump viljað gera „Juneteenth“ að helgidegi. „Gerum Juneteenth að helgidegi á landsvísu,“ skrifaði hann þá pólitískri stefnuyfirlýsingu sinni „Promise to Black America over 4 years“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Birgir sár út í Pál Óskar: „Þetta er lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma“

Birgir sár út í Pál Óskar: „Þetta er lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Í gær

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Í gær

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn