fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Arsenal sækir enn einn Chelsea-manninn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. júní 2025 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal mun klára kaupin á Kepa Arrizabalaga frá Chelsea í þessari viku samkvæmt helstu miðlum.

Arsenal greiðir Chelsea 5 milljónir punda fyrir markvörðinn, sem fær það hlutverk að veita David Raya samkeppni á Emirates.

Skytturnar voru með Neto á láni frá Bournemouth á síðustu leiktíð en ákváðu að semja ekki við hann endanlega.

Kepa hefur verið á láni undanfarin tvö tímabil, fyrst hjá Real Madrid og svo Bournemouth á síðustu leiktíð.

Það eru sjö ár síðan Spánverjinn varð dýrasti markvörður sögunnar þegar Chelsea keypti hann á 72 milljónir punda frá Athletic Bilbao.

Átti Kepa misjöfnu gengi að fagna á Stamford Bridge, en hann vann Meistaradeildina með Chelsea 2021.

Margir leikmenn hafa farið frá Chelsea til Arsenal undanfarin ár og hefur það heppnast misvel. Kai Havertz og Jorginho hafa til að mynda reynst liðinu góðu en menn eins og Raheem Sterling, David Luiz og Willian gert minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband