fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Arsenal að klára kaupin á danska landsliðsmanninum – Partey á förum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. júní 2025 15:00

Christian Norgaard skorar gegn Arsenal 2021. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal virðist vera að klára kaupin á Christian Norgaard, fyrirliða Brentford. Þetta kemur fram í helstu miðlum, til að mynda hjá David Ornstein og Fabrizio Romano.

Arsenal þarf að styrkja miðsvæðið þar sem Jorginho er farinn og Thomas Partey einnig á förum þegar samningur hans rennur út í næstu viku.

Martin Zubimendi er að ganga í raðir félagsins frá Real Sociedad og nú virðist Norgaard einnig vera á leiðinni.

Danski landsliðsmaðurinn vill ólmur ganga í raðir Arsenal og hefur samið um kaup og kjör við félagið nú þegar.

Þá virðist sem svo að Brentford sé nálægt því að hleypa honum burt eftir tæplega 10 milljóna punda tilboð Arsenal í þennan 31 árs gamla miðjumann.

Norgaard hefur verið í Brentford í sex ár og verið mikilvægur hlekkur í miklum uppgangi félagsins á þeim tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar