fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Brúður skotin til bana í blóðugri skotárás í Suður-Frakklandi – Árásarmenn á flótta

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. júní 2025 13:30

Franski smábærinn Goult var vettvangur hryllilegs ódæðis um helgina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúður á þrítugsaldri var skotin til bana og eiginmaður hennar alvarlega særður þegar vopnaðir menn réðust inn í brúðkaupsveislu í smábænum Goult nálægt Avignon í suðausturhluta Frakklands snemma á sunnudagsmorgub. Atvikið er talið tengjast uppgjöri vegna fíkniefnaviðskipta, að sögn franskra fjölmiðla.

Ráðist var á brúðhjónin þegar þau yfirgáfu veisluna um miðja nótt, að sögn fréttastofu AFP. Grímuklæddir árásarmenn skutu í átt að parinu fyrir utan samkomusal bæjarins þar sem brúðkaupið hafði farið fram. Brúðurin, sem var 27 ára gömul, lést samstundis af völdum skotsára og brúðguminn, sem er 25 ára, var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús.

Þá særðist þrettán ára barn einnig alvarlega í árásinni og önnur kona hlaut minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru 28 gestir í veislusalnum þegar skothríðin hófst.

Einn af árásarmönnunum var drepinn í skotbardaga á vettvangi. Upphaflega var talið að hann hefði verið keyrður niður af hjónunum í örvæntingarfullri tilraun til að flýja, en saksóknari málsins, Florence Galtier, sagði að maðurinn hefði látist í „skotbardaga“.

Árásarmennirnir komu á bifreið en flúðu fótgangandi eftir árásina. Mikil leit stendur nú yfir að þeim sem sluppu, með aðstoð þyrlu og tugum lögreglumanna. Fjöldi vegatengdra eftirlitsstöðva hefur verið settur upp á svæðinu í því skyni að handtaka þá sem ábyrgir eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”
Fréttir
Í gær

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás