fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Rússar óttast nýja drónaárás – Færa herflugvélar og gera byrgi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. júní 2025 07:00

Drónar sem voru notaðir við árásina í byrjun mánaðarins. Mynd:SBU

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir hina bíræfnu drónaárás Úkraínumanna á nokkra rússneska herflugvelli fyrir nokkrum víkum, þar sem þeim tókst að skemma og eyðileggja 41 herflugvél, hafa Rússar miklar áhyggjur af að eitthvað álíka geti gerst aftur. Af þeim sökum hefur rússneski flugherinn gripið til margvíslegra ráðstafana.

Það var úkraínska leyniþjónustan SBU sem stóð að baki drónaárásinni, sem gekk undir dulnefninu „Köngulóarvefur“. Hún var 18 mánuði í undirbúningi og heppnaðist mjög vel. Svo vel að hernaðarsérfræðingar víða um heim segja hana hafa verið snilldarlega og hugsanlega eina bestu hernaðargerðina síðan í síðari heimsstyrjöldinni.

Nú bendir margt til að árangurinn sé ekki bara að hafa eyðilagt og skemmt rússneskar herflugvélar, en talið er að þriðjungur taktískra sprengjuflugvéla Rússa hafi orðið eldi að bráð.

Nýjar gervihnattarmyndir sýna að rússneski flugherinn óttast fleiri árásir af þessu tagi og er byrjaður að reisa steypt flugskýli fyrir sprengjuflugvélar sínar og flytja vélar til flugvalla sem taldir eru öruggir.

OSINT-greinandinn Def Mon deildi gervihnattarmyndum á X. Þær sýna að sögn að Rússar eru að byggja flugskýli á Engels-2 herflugvellinum í Saratov-héraðinu. Þessi flugvöllur hefur gegnt lykilhlutverki í árásum rússneska flughersins á Úkraínu.

The New Voice of Ukraine segir að í fyrsta skipti í mörg ár sé ekki ein einasta rússnesk sprengjuflugvél á Engels-2 flugvellinum.

Annar OSINT-greinandi, MT Anderson, birti gervihnattarmyndir á X sem sýna að sögn að allar Tupolev-95 sprengjuflugvélar Rússa hafi verið fluttar frá Olenja-herstöðinni.

Þrátt fyrir að stærsti hluti rússneska flugflotans sé enn heill, þá sýndi árás Úkraínumanna að Rússar eru ekki öruggir í eigin landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi

Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi