fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Börn með tár í augunum í Eyjum yfir ömurlegri hegðun foreldra – „Tæklaðu þessa helvítis tussu“

433
Miðvikudaginn 18. júní 2025 13:30

Frá Vestmannaeyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrar ábendingar bárust vegna slæmrar framkomu foreldra á TM-mótinu í Vestmannaeyjum, sem fram fór um síðustu helgi. Voru miður skemmtileg ummæli í garð ungra stelpna látin falla.

RÚV fjallar um málið, en á TM-mótinu keppa stelpur í 5. flokki, á ellefta og tólfta aldursári, og koma liðin frá öllum landshlutum. Mótið hefur vakið mikla lukku í fjölda ára.

Lengi hefur hegðun foreldra á slíkum mótum þó verið til umræðu og og urðu einhverjir því miður uppvísir að slíkri hegðun um síðustu helgi.

„Okkur barst ábending um það í lok mótsins að einhverjir foreldrar hefðu verið með leiðinleg köll á andstæðingana. Þetta hefði verið svolítið leiðinlegt hvað þeir voru að kalla inn á völlinn og segja og svona,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótastjóri við RÚV.

Þá er haft eftir þjálfara á mótinu að ummæli eins og „tæklaðu þessa helvítis tussu“ og annað miður fallegt hafi heyrst í hita leiksins. Einhverjir keppendur voru með tárin í augunum vegna þeirra ummæla sem heyrðust.

„Það vill enginn sjá þessa framkomu, hvort sem það er á þessum opnu mótum sem félögin eru að halda eða Íslandsmótum eða bikarkeppni. Við viljum ekki sjá svona framkomu foreldra gagnvart ungum iðkendum,“ segir Sigríður.

Á einhverjum barnamótum hér á landi hefur verið gripið til aðgerða til að stemma stigu við ólátum foreldra á hliðarlínunni. Á Símamótinu, sem haldið er ár hvert á vegum Breiðabliks, eru foreldrar sem haga sér illa áminntir með svokölluðu bleiku spjaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Í gær

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Í gær

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“