fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Nýnasistinn Tommy Robinson rekinn út af veitingastað – Starfsfólkið vildi ekki afgreiða hann

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 11. júní 2025 09:30

Tommy Robinson var ekki velkominn á steikhúsinu Hawksmoor. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýnasistinn Tommy Robinson, sem áður leiddi English Defence League, var beðinn að yfirgefa veitingastaðinn Hawksmoor í London á dögunum. Starfsfólkið hafði ekki geð í sér að afgreiða hann og öðrum gestum leið illa vegna nærveru hans.

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu.

Robinson, sem heitir í raun Stephen Yaxley-Lennon, hefur sakað veitingastaðinn, sem er staðsettur við Piccadilly Circus, um mismunun á grundvelli stjórnmálaskoðana og hefur hvatt stuðningsmenn sína til að sniðganga staðinn. En í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum sést að starfsmaður biður hann og félaga hans um að yfirgefa staðinn þar sem starfsfólkinu líði ekki vel með að afgreiða þá.

Talsmenn Hawksmoor, sem er steikhúsakeðja, hafa hins vegar í yfirlýsingu hafnað því að þetta snúist um stjórnmál. Bæði starfsfólki og öðrum gestum hafi liðið illa vegna viðveru mannanna. Robinson og félagar hans hafi yfirgefið veitingastaðinn á friðsælan máta og veitingastaðurinn vilji ekki taka þátt í stjórnmálaumræðu.

Yfirlýsing Hawksmoor.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra