fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Ummæli Amorim vekja mikla athygli: ,,Kannski er það eitthvað sem við þurfum í öllum leikjum“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. maí 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir að það gæti verið gott fyrir sína menn að fá meira baul frá stuðningsmönnum félagsins í leikjum.

United spilaði við úrvalslið frá Asíu í gær og tapaði 1-0 stuttu eftir mjög svekkjandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið hafnaði í 15. sæti á tímabilinu.

Leikið var í Malasíu en Amorim og hans menn töpuðu mjög óvænt 1-0 gegn liði sem kallar sig ASEAN All-Stars.

Sterkir leikmenn spiluðu fyrir United í þessum leik en þrátt fyrir það náði liðið að sýna fáa góða hluti og töpuðu gegn þeim asísku.

Gengi United á tímabilinu heilt yfir hefur verið afskaplega slakt og náði liðið ákveðnum hápunkti með þessu tapi í gær.

,,Ég finn alltaf fyrir sök og svo heyri ég baul frá stuðningsmönnunum, kannski er það eitthvað sem við þurfum í öllum leikjum sem við töpum í úrvalsdeildinni,“ sagði Amorim.

,,Þeir eru alltaf til staðar. Ég hef alltaf fundið fyrir stuðningsmönnunum síðan ég kom hingað, þeir eru með okkur.“

,,Við sjáum til á næsta tímabili, við eigum að gera mun betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum