Barcelona er að sigra kapphlaupið um Joan Garcia hjá Espanyol, ef marka má spænska miðla.
Þessi 24 ára gamli markvörður hefur verið nokkuð eftirsóttur og meðal annars orðaður við Arsenal og Manchester United.
Nú eru Börsungar hins vegar að landa honum, en nokkur óvissa hefur verið með markvarðastöðuna í Katalóníu vegna reglulegra meiðsla Marc andre ter Stegen. Wojciech Szczesny varði mark liðsins í vor og þótti standa sig vel. Verður hann áfram einnig.
Barcelona mun greiða rúmar 20 milljónir punda fyrir þjónustu Garcia.