Hún hefur verið á Mounjaro, lyf sem var þróað til meðferðar við sykursýki en hefur reynst árangursríkt að hjálpa fólki að léttast.
Rosie hefur misst töluverða líkamsþyngd eftir að hún byrjaði á lyfinu undir lok árs 2022. Hún sagði í mars 2024: „Ég er á Mounjaro vegna sykursýkinnar og ein af aukaverkunum er þyngdartap.“
Hún hefur einnig sagt að það hafi verið skrýtið, smá áfall, að sjá líkamann breytast svona mikið og að hún hefur glímt við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) í kjölfar þyngartapsins.
Rosie er búsett á Írlandi með yngsta barni sínu, Clay, 12 ára.