Bayern Munchen er að horfa á mjög óvænt nafn fyrir sumargluggann ef félaginu mistekst að fá Florian Wirtz.
Frá þessu greinir Sky Sports í Þýskalandi en maðurinn umtalaði er Kaoru Mitoma sem spilar með Brighton.
Wirtz er á mála hjá Bayer Leverkusen og er efstur á óskalista Bayern en önnur stórlið víðs vegar um Evrópu horfa einnig til leikmannsins.
Mitoma hefur staðið sig vel hjá Brighton undanfarin ár en það kemur þó á óvart að lið eins og Bayern sé að horfa til leikmannsins.
Mitoma er samningsbundinn Brightin til 2027 en hann hefur skorað tíu mörk og lagt upp þrjú í 35 leikjum á þessu tímabili.
Brighton er þó ekki til í að selja ódýrt og hafnaði tilboði frá Sádi Arabíu upp á 90 milljónir punda í janúar.