Carlo Ancelotti hefur gefið sterklega í skyn að hann muni hætta í þjálfun eftir dvöl með brasilíska landsliðinu.
Ancelotti hefur samþykkt að taka við Brössunum fyrir HM 2026 og yfirgefur þar með Real Madrid á Spáni.
Goðsögnin er komin á eldri árin en náði virkilega góðum árangri með Real á sínum tíma þar og vann Meistaradeildina þrisvar.
Ítalinn er spenntur fyrir verkefninu í Brasilíu og býst við að það verði hans síðasta verkefni.
,,Þetta eru hlutir sem ég veit ekki í dag. Í dag hef ég ekki áhuga á að þjálfa annað félag og líður þannig eftir Madríd,“ sagði Ancelotti.
,,Það er það sem ég hef sagt og stend við þau orð. Þegar kemur að framtíðinni þá veit ég ekki. Það mikilvægasta er að gera góða hluti með Brasilíu.“