fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Maður á sextugsaldri fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Fékk fimm ára fangelsi fyrir morðtilraun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 24. maí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Candido Alberto Ferral Abreu, manns sem fæddur er árið 1967, um áfrýjunarleyfi.

Candido var árið 2024 fundinn sekur um tilraun til manndráps og dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraðsdómi. Fyrr á þessu ári þyngdi Landsréttur dóminn í fimm ára fangelsi.

Ákært var vegna atviks sem átti sér stað á bílastæði í Reykjavík 13. mars árið 2021. Candido Alberto stakk þá mann tvisvar með hnífi vinstra megin í brjósthol og var önnur stungan 6 cm löng og töluvert djúp framan á brjóstkassa. Hin stungan var 8 cm löng og töluvert djúp.

Nánast enginn aðdragandi var að árásinni en Candido sagðist hafa séð til ferða mannsins og elt hann að bílastæði við heimili hans. Hafi honum staðið ógn af manninum. Brotaþolinn lýsti því hvernig hann var nýstiginn út úr bílnum og var að rétta úr sér þegar árásarmaðurinn kom aðvífandi og mælti eitthvað á þessa leið: „Is this him.“ Maðurinn stakk hann síðan fyrirvaralaust. Hann segist síðan hafa reynt að forða sér á hlaupum en ákærði veitt honum í fyrstu eftirför um bílastæðin við fjölbýlishúsin. Ákærði hefði svo hætt því og þá hefði brotaþola tekist að leita skjóls í einu fjölbýlishúsanna hjá ókunnugum.

Candido hafði ekki áður komist í kast við lögin er hann framdi árásina.

Hann sótti um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar á grundvelli þess að málsmeðferð í héraði hafi verið ábótavant. Dómskvaddur matsmaður hafi gefið skýrslu fyrir dómi í stað þess að skila áliti fyrir réttarhöldin. Hæstiréttur taldi þetta atriði ekki hafa almenna þýðingu og hafnaði beiðninni.

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurftu að neyða hvalveiðimenn til að afhenda veiðidagbækur

Þurftu að neyða hvalveiðimenn til að afhenda veiðidagbækur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásarmaðurinn á Skyggnisbraut í gæsluvarðhaldi – Árásarþoli með alvarlega áverka en ekki í lífshættu

Árásarmaðurinn á Skyggnisbraut í gæsluvarðhaldi – Árásarþoli með alvarlega áverka en ekki í lífshættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið