fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 23. maí 2025 09:33

Sjálfstæðisflokkurinn er kominn undir kjörfylgi undir stjórn Guðrúnar Hafsteinsdóttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 18,9 prósent í nýrri könnun Maskínu. Það er undir kjörfylgi flokksins frá því í haust sem var 19,4 prósent.

Flokkurinn reis skömmu eftir að Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður en hefur nú dalað aftur.

Hinir tveir stjórnarandstöðuflokkarnir, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, tapa einnig fylgi. Miðflokkurinn tapar 0,6 prósentum og mælist með 9,7 og Framsókn tapar 0,4 prósentum og mælist með 6,8 prósent.

Hagur ríkisstjórnarinnar vænkar hins vegar. Samfylkingin eykur fylgi sitt um 1,2 prósent og mælist með 27,4 prósent. Viðreisn bætir einnig prósentustigi og mælist með 16,8 prósent. Flokur fólksins er eini ríkisstjórnarflokkurinn sem tapar fylgi, það er 0,7 prósentum, og mælist nú með 7,2.

Könnunin var gerð 9. til 22. maí. Svarendur voru 1.962.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“