fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. maí 2025 07:28

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt en þrátt fyrir það gistir aðeins einn fangageymslur lögreglu. Alls var 81 mál bókað í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Lögregla handtók mann og vistaði í fangageymslu sem reyndi að flýja frá hótelreikningi upp á tæpar 700 þúsund krónur. Frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu en málið mun vera í rannsókn.

Lögreglu var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í austurbænum. Lögreglumenn voru snöggir á staðinn og er talið að þjófurinn hafi ekki haft tíma til að taka nein verðmæti.

Þá var einn fluttur á slysadeild vegna rafskútuslyss en sá var ölvaður og þurfti aðhlynningu sjúkraflutningamanna. Lögregla var einnig kölluð til vegna slyss þar sem bifreið og reiðhjólamaður skullu saman. Tildrög slyssins eru ekki kunn og málið í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ruddust inn á heimili með skotvopn og höfðu á brott með sér sjónvarp, stól, fatnað, skó og hálsmen

Ruddust inn á heimili með skotvopn og höfðu á brott með sér sjónvarp, stól, fatnað, skó og hálsmen
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar