fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fókus

Haukur les upp bréfið sem hann sendi á Hildi Lilliendahl og skammast sín fyrir – „Var þetta í alvörunni ég?“

Fókus
Mánudaginn 19. maí 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Bragason, eigandi Textastofunnar og annar karlinn á bak við hlaðvarpið Tveir kallar, les upp tölvupóst sem hann sendi á baráttukonuna Hildi Lilliendahl fyrir fjórtán árum, en hann segir að á þeim tíma hafi hann verið „alvöru karlremba og fífl.“

Haukur greinir frá þessu í nýjasta þætti af Tveir kallar, en meðstjórnandi hans er kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson.

„Ég er búinn að vera svo stressaður að segja frá þessu,“ segir Haukur og tekur fram að hann hvorki þekkti né þekkir Hildi, þetta hafi allt byrjað þegar hann las grein sem hún skrifaði.

„Forsagan er sú að hún skrifar grein […] um orðanotkun fjölmiðla, hvað það er mismunandi eftir tegund brota eða meintra brota. Hún er að skrifa eitthvað á þá leið, ég reyndar man ekki nákvæmlega greinina, en hún var að bera saman þarna nokkrar greinar minnir mig, og ein greinin var um þjófnað. Einhverjir gæjar stoppaðir á bíl og það var ekki talað um meintað þjófnað. En svo var önnur grein, sami blaðamaður eða allavega sami miðill, að tala um kynferðisbrot og þá var það alltaf meint, og meintur gerandi,“ segir hann.

„Og ég, verandi hálfviti, skrifa á Facebook-síðuna mína um þetta og birti það opinberlega, um að þessi kona væri gjörsamlega í ruglinu, af því að það kæmi fram að ef maður myndi skoða aðrar fréttir um þetta bílaránsmál eða ránsfenginn í bílnum að þeir hafi viðurkennt brotið á staðnum og það hafi verið haldlagt þýfi á staðnum, þannig þetta var augljóst. Það var pointið mitt. Og mér fannst einhvern veginn ekki nóg að skrifa þennan status á Facebook. Ég þurfti sko líka að reka þetta ofan í hana. Ég fann netfangið hennar og sendi henni tölvupóst, og ég er með tölvupóstinn hér.“

Hann les síðan upp „ákveðin brot“ úr póstinum:

„Ég get varla orða bundist vegna greinar þinnar: Sekir um að hafa nauðgað? Og skrifaði um hana sjálfur á einkasíðunni minni því ég hef – nú kemur fyrsta ógeðslega toxic skot af mörgum – eins og þú gaman að skrifa og fjalla um samfélagsmál. Birti því hér með skrifin því mér finnst réttlætanlegt að opinberir pennar fái gagnrýni og vitneskju um hvað þeir gera rangt.“

Haukur les meira upp úr bréfinu í kringum mínútu 32:00 í spilaranum hér að neðan.

Haukur segir að Hildur hafi svarað tölvupóstinum en ætlar ekki að lesa hann upp. „En hún svarar, að mínu mati, á málefnalegri hátt en hún hefði átt að gera. Hún lætur mig mjög kurteisislega vita að ég sé hálfviti og það sé ekki hægt að tala við mig. Það er svolítið svona inntakið í hennar bréfi, og það er líka alveg rétt hjá henni.“

Haukur segist upplifa skömm við að lesa samskipti hans við Hildi. „Var þetta í alvörunni ég? Var ég bara alveg þarna. Það virðist vera nokkuð ljóst. Ég heiti Haukur Bragason og ég er karlremba í betrun, vonandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý fór á húsbíl um Vestur-Evrópu og skrifaði handbók fyrir húsbílafara

Sirrý fór á húsbíl um Vestur-Evrópu og skrifaði handbók fyrir húsbílafara