Það virðist ekkert geta stöðvað það að Jeremie Frimpong gangi í raðir Liverpool, ef marka má helstu miðla Englands nú í morgunsárið.
Hinn 24 ára gamli Frimpong er með um 30 milljóna punda klásúlu í samningi sínum við Bayer Leverkusen, sem Liverpool hyggst virkja.
Þá vill leikmaðurinn sjálfur ólmur ganga í raðir enska félagsins svo það kemur fátt í veg fyrir að skiptin gangi í gegn.
Frimpong getur spilað í hægri bakverði, sem og ofar á vellinum, en hann hefur verið að spila í vængbakverði hjá Leverkusen. Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, er einmitt á förum eins og frægt er.
Á þessari leiktíð hefur Frimpong skorað 5 mörk og lagt upp 12 í öllum keppnum fyrir Leverkusen.