fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. maí 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford stefnir á að vera áfram hjá Aston Villa á næstu leiktíð þrátt fyrir sterka orðróma um áhuga hans á að fara til Barcelona undanfarið.

Þetta kemur fram í breska blaðinu The Express, en enski sóknarmaðurinn er á láni hjá Villa frá Manchester United. Hann var algjörlega kominn út í kuldann hjá Ruben Amorim á Old Trafford.

Rashford hefur þó tekist að kveikja í ferli sínum á ný á Villa Park og er hann með fjögur mörk og sex stoðendingar í sautján leikjum eftir áramót.

Það er nánast útilokað að Rashford spili fyrir United á ný, en undanfarið hefur verið fjallað um að hann vilji helst fara til Barcelona.

Samkvæmt nýjustu fréttum vill hann þó vera áfram á Englandi og spila fyrir Villa, sem þyrfti þá líklega að kaupa hann í sumar.

Hindrun sem þarf að yfirstíga eru þó launamál Rashford, sem þénar 350 þúsund pund á viku í samningi sínum hjá United. Ljóst er að Villa getur ekki greitt honum svo há laun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára
433Sport
Í gær

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Í gær

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi