Kai Havertz sneri aftur til æfinga með liði Arsenal í gær, en hann er að koma til baka eftir meiðsli.
Havertz meiddist aftan á læri í febrúar og var talið að hann yrði frá út leiktíðina. Nú er hins vegar útlit fyrir að hann geti eitthvað tekið þátt í síðustu tveimur leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gegn Newcastle og Southampton.
Arsenal hefur verið í vandræðum án Havertz og miðjumaðurinn Mikel Merino mikið spilað frammi í hans, en þess má geta að framherjinn Gabriel Jesus er einnig frá. Frá því Havertz datt út vegna meiðsla hefur Arsenal dottið úr leik í Meistaradeildinni og misst af enska meistaratitlinum til Liverpool.
Havertz er enn markahæsti leikmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, en hann er með 9 mörk í 21 leik.