Í henni kemur fram að árlega látist mörg þúsund manns af völdum mikillar neyslu á ofurunnum matvælum. The Guardian skýrir frá þessu.
Ofurunnar matvörur eru að hluta til iðnaðarframleiðsla og þær innihalda margskonar efni sem er ekki að finna í ísskápum á heimilum fólks. Skyndibitafæði er til dæmis í flokki ofurunninna matvæla.
Eduardo Nilson, aðalhöfundur nýju rannsóknarinnar, segir að þegar gögn frá Bandaríkjunum og Bretlandi séu skoðuð, sjáist að 14% af öllum ótímabærum dauðsföllum megi skrifa á ofurunnin matvæli.
„Ofurunnin matvæli hafa meiri áhrif á heilsuna en bara á fitu-, sykur- og saltmagnið. Iðnaðarvinnsla og viðbætt gerviefni, eins og litarefni, ýruefni og sætuefni, virðast í sameiningu hafa neikvæð áhrif á heilsuna,“ sagði hann.