Neil Ruddock, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga undanfarin ár og misst ansi mörg kíló.
Hinn 56 ára gamli Ruddock bætti mikið á sig eftir knattspyrnuferilinn og vó þyngst rúmlega 170 kíló. Vandinn stigmagnaðist í kórónuveirufaraldrinum en þá segist hann hafa pantað mikið af skyndibita heim.
Árið 2022 fór Ruddock hins vegar í magaermi og við það breyttist líf hans. Þá fór hann að hreyfa sig og borða hollar. Hefur hann misst yfir 60 kíló síðan.
Eitt sem hefur breyst eftir þyngdartap Ruddock er kynlífið, að hans sögn. „Kynlífið gæti ekki orðið betra,“ segir hann, áður en hann fór svo að ræða getnaðarlim sinn.
„Ég sé það allt núna! Það hefur þrefaldast og ég get gert þyrluna,“ segir óheflaður Ruddock enn fremur.