fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433

PSG fer til Munchen eftir sigur á Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 21:05

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Arsenal í undanúrslitum í dag.

PSG leiddi 1-0 eftir fyrri leikinn í London og því í góðri stöðu fyrir kvöldið. Arsenal átti leikinn fyrri hluta fyrri hálfleiks en tókst ekki að nýta færin sín. Var þeim svo refsað þegar Fabian Ruiz kom PSG yfir á 27. mínútu.

Staðan í hálfleik var 1-0 og 2-0 samanlagt. Arsenal tókst ekki að halda pressunni áfram í seinni hálfleiknum. Þegar um 20 mínútur lifði leiks fékk PSG afar umdeilda vítaspyrnu sem Vitinha klikkaði þó úr.

Hins vegar fór Achraf Hakimi langt með að klára leikinn fyrir heimamenn með marki skömmu síðar. Bukayo Saka minnkaði muninn á 76. mínútu en nær komst Arsenal ekki.

Lokatölur í kvöld 2-1 og 3-1 samanlagt. PSG mætir Inter í úrslitaleiknum í Munchen þann 31. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Er þreyttur á leikmanni sínum og horfir til London í leit að arftaka

Er þreyttur á leikmanni sínum og horfir til London í leit að arftaka
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við sannleikann – „Er alltaf að bíða eftir að fullorðna fólkið í herberginu komi og segi að þetta sé tóm vitleysa“

Stefán segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við sannleikann – „Er alltaf að bíða eftir að fullorðna fólkið í herberginu komi og segi að þetta sé tóm vitleysa“
433Sport
Í gær

Vill ekki sjá Ísland fara sömu leið og Færeyingar – „Við erum alveg nákvæmlega jafnbrjáluð“

Vill ekki sjá Ísland fara sömu leið og Færeyingar – „Við erum alveg nákvæmlega jafnbrjáluð“
433Sport
Í gær

Carragher urðar yfir Rio Ferdinand – Segir hann ekki vera mann fólksins

Carragher urðar yfir Rio Ferdinand – Segir hann ekki vera mann fólksins
433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar