fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. maí 2025 03:15

Rússneskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíðarsýn hernaðarsérfræðings á átök á milli Rússlands og Vesturlanda hefur vakið mikla athygli enda felst í þessari framtíðarsýn aðvörun um nýjar ógnir af hálfu Rússlands. Er óhætt að segja að samkvæmt framtíðarsýninni þá verður um eitraða blöndu klofins og óákveðins NATÓ og mikillar áhættusækni Rússa að ræða.

Forseti Bandaríkjanna víkur sér undan beinum átökum við Rússland. Rússar hafa að vísu ráðist beint á NATÓ en Bandaríkjastjórn vill ekki láta hart mæta hörðu. „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi,“ segir forsetinn á símafundi með öðrum leiðtogum NATÓ, nokkrum klukkustundum eftir að Rússar hertóku bæinn Narva í mars 2028 og gengu á land á eistnesku eyjunni Hiiumaa til að loka fyrir aðgang að Eystrasalti úr austri.

Þessi sviðsmynd er skáldskapur og kemur úr bók þýska hernaðarsérfræðingsins Carlo Masala „Ef Rússland sigrar – sviðsmynd“ sem var nýlega gefin út í Þýskalandi. Hún hefur vakið mikla athygli og umræðu og situr á toppi metsölulista.

Framtíðarsýn Masalas er unnin út frá að Úkraína hafi verið neydd til að sættast á slæman friðarsamning 2025. Samningurinn hafi skilið landið eftir vængbrotið og í slæmu ásigkomulagi. Í Rússlandi gleðjast menn yfir ráðalausum Vesturlöndum, sem vanmeta enn hættuna sem stafar frá Rússlandi, sem eiga erfitt með að standa saman.

En þessi framtíðarsýn og skrif Masala um hugsanlega þróun mála í náinni framtíð er kannski ekki svo fjarri raunveruleikanum. Masala er prófessor við þýska herháskólann í München og er vel kunnugur stöðu öryggispólitískra mála og umræðunni um hvert Rússland stefnir þessi árin.

Hann fléttar auðvitað töluverðri dramatík inn í söguþráðinn og getur í eyðurnar en útgangspunktur sögunnar er þó hin raunverulega staða mála í dag.

Í framtíðarsýn hans hefur Vladímír Pútín látið af embætti en það gerði hann þegar stríðinu í Úkraínu lauk. Ungur teknókrati tók við embættinu af honum og heldur sig fast við árásargjarna utanríkispólitík Kremlverja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“