fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. maí 2025 08:00

Hver lyftir þessum í vor? Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA hyggst ekki breyta reglum sínum og taka það upp að nýju að hluti liða sem komast ekki áfram úr deildarkeppni Meistaradeildarinnar fái sæti í Evrópudeildinni, þrátt fyrir áhyggjur af stöðu Evrópudeildarinnar.

Þar til á þessari leiktíð fengu liðin sem enduðu í þriðja sæti riðla sinna í Meistaradeildinni sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Deildarfyrirkomulag var hins vegar tekið upp í báðum keppnum í haust, komast 16 af 24 liðum áfram en ekkert lið færist milli keppna.

Sky Sports fjallar nú um að áhyggjur séu uppi um að þetta hafi veikt Evrópudeildina sem keppni og því hafa margir velt því fyrir sér hvort ekki eigi að breyta fyrirkomulaginu á ný svo lið færist úr Meistaradeildinni niður í Evrópudeildinni.

Í sömu umfjöllun kemur hins vegar fram að það sé alls ekki í áætlunum UEFA sem stendur að breyta fyrirkomulagi keppnanna. Keppnirnar verða því eins og á þessari leiktíð áfram, í bili hið minnsta.

Þrátt fyrir að lið flytjist ekki úr Meistaradeildina niður í Evrópudeildina fær sigurvegari síðarnefndu keppninnar áfram sæti í deild þeirra bestu tímabilið eftir. Í ár er útlit fyrir að úrslitaleikurinn verði milli Tottenahm og Manchester United, liða sem eru hvergi nærri því að ná Meistaradeildarsæti í gegnum deild sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig um háværa orðróma í kringum Bruno Fernandes

Tjáir sig um háværa orðróma í kringum Bruno Fernandes
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þekkir bellibrögð Real Madrid vel og ætlar ekki að leyfa þessu að gerast

Þekkir bellibrögð Real Madrid vel og ætlar ekki að leyfa þessu að gerast
433Sport
Í gær

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer
433Sport
Í gær

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga
433Sport
Í gær

Tvær breytingar í Bestu deildunum – Einn leikur færður um dag og hinn fer fram snemma dags vegna körfubolta

Tvær breytingar í Bestu deildunum – Einn leikur færður um dag og hinn fer fram snemma dags vegna körfubolta
433Sport
Í gær

Minnast Guðjóns sem féll frá allt of snemma –  „Hann hafði orkuna og viljan, og mikla ástríðu“

Minnast Guðjóns sem féll frá allt of snemma –  „Hann hafði orkuna og viljan, og mikla ástríðu“