Margrét Halla Hansdóttir Löf sem grunuð er um að eiga aðild að dauða föður síns, Hans Roland Löf, á heimili fjölskyldunnar í Garðabæ í mars síðastliðnum hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í fjórar vikur , fram til 3. júní.
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu segir að í þetta sinn hafi verið fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.
Fyrra gæsluvarðhald yfir Margréti átti að renna út í dag en farið hafði verið fram á það á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Hér fyrir neðan má lesa fyrri fréttir DV af málinu.
Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi