Florian Wirtz vill fara til Bayern Munchen í sumar samkvæmt þýska blaðinu Bild.
Þessi 22 ára gamli leikmaður Bayer Leverkusen hefur verið einn sá eftirsóttasti í heimi í nokkurn tíma, en líklegt þykir að hann söðli um í sumar.
Hefur Wirtz verið orðaður við Real Madrid og Manchester City en nú er útlit fyrir að Bayern sé að sigra kapphlaupið og að hann verði því áfram í Þýskalandi.
Wirtz á tvö ár eftir af samningi sínum og er í honum klásúla sem gerir honum kleift að fara fyrir rúmar 100 milljónir punda.
Bild segir hins vegar að viðræður um kaupverði eigi sér stað milli Bayern og Leverkusen.