5. umferð Bestu deildar karla lauk í gær með þremur leikjum og var nóg um mörk.
Breiðablik og KR gerðu dramatískt 3-3 jafntefli í afar fjörugum leik, Vikingur hafði Fram 3-2 þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið og nýliðar Aftureldingar pökkuðu Stjörnunni saman.
Daginn áður unnu FH og ÍA þægilega sigra á Val og KA. Þá heldur frábært gengi Vestra áfram, en liðið vann ÍBV 0-2 á sunnudag.
Hér að neðan má sjá svipmyndir frá umferðinni sem Besta deildin hefur birt.
Víkingur 3-2 Fram
Breiðablik 3-3 KR
Afturelding 3-0 Stjarnan
FH 3-0 Valur
ÍA 3-0 KA
ÍBV 0-2 Vestri