Þýska knattspyrnugoðsögnin Lothar Matthaus er farinn að slá sér upp með fyrirsætu sem er hátt í fjórum áratugum yngri en hann.
Hinn 64 ára gamli Matthaus átti magnaðan feril með Bayern Munchen, Inter og fleiri liðum. Hann varð sjö sinnum þýskur meistari og vann ítölsku úrvalsdeildina einu sinni.
Matthaus varð þá heimsmeistari með Vestur-Þýskalandi árið 1990. Hann var þjálfari í um tíu ár eftir að ferli lauk en hefur ekki þjálfað síðustu tíu árin.
Um fjögur ár eru síðan hjónabandi hans og Anastasia Klimko lauk, en það var hans fimmta eiginkona. Nú virðist hann kominn í samband á ný því hann sást í skíðaferð í Asturríki með hinni 26 ára gömlu Theresa Sommer.
Sommer er sögð öflug skíðakona, en hún nam þá við King’s College í London, sem og Durham-háskóla.
Við miðla í heimalandinu vildi Matthaus lítið gefa upp og sagði skíðaferð þeirra einkamál.
Matthaus vakti mikla athygli hér á landi árið 2021, en þá kom hann og skoðaði eldgosið í Grindavík undir leiðsögn Hjörvars Hafliðasonar.