Einhverjir muna eftir hinni króatísku Ivana Knoll, sem sló í gegn í stúkunni á HM í Katar undir lok árs 2022. Hún var mætt á Miami-kappaksturinn í Formúlu 1 um helgina.
Sem fyrr segir vakti Ivana lukku á HM fyrir um tveimur og hálfu ári síðan. Voru margir á því að hún væri huggulegasti stuðningsmaðurinn á mótinu.
Það sem vakti athygli er hún birti myndir af sér frá Miami um helgina var splunkuný hárgreiðsla hennar og ekki nóg með það, heldur einnig nýr hárlitur.
Er hin 32 ára gamla Ivana orðin ljóshærð og veittu aðdáaendur hennar, sem eru þó nokkuð margir, þessu athygli.
Hér að neðan er mynd af henni frá því í Miami um helgina.