Sparkspekingurinn og Manchester United goðsögnin Roy Keane segir að Liverpool megi ekki sofa á verðinum á félagaskiptamarkaðnum í sumar þó svo að liðið hafi þegar tryggt sér Englandsmeistaratitilinn.
Liverpool var orðið meistari fyrir tapleik gegn Chelsea í gær og eftir leik fór Keane yfir hvaða stöður þyrfti að styrkja í sumar.
„Þeir þurfa að fylgja þessu eftir og það verður erfitt. Þeir þurfa sennilega vinstri bakvörð, miðvörð og framherja,“ sagði Keane.
„Þeir eru búnir að vinna deildina og það laðar leikmenn að. Það er frábært að vinna deildina en þú þarft að fylgja því eftir á næstu leiktíð.“