Trent Alexander-Arnold hefur sent stuðningsmönnum Liverpool kveðju eftir að hann ákvað að fara frá félaginu í sumar.
Samningur Trent við Liverpool er að renna út. Hafa aðilar ekki náð saman.
Trent mun skrifa undir hjá Real Madrid á næstunni. Samningurinn tekur gildi 1 júlí.
Trent hefur alla tíð leikið með Liverpool en fer nú frítt frá uppeldisfélaginu.
Ljóst er að Trent fer beint inn í byrjunarlið Real Madrid en Adam Wharton miðjumaður Crystal Palace er einnig á blaði Real Madrid.
Svona gæti byrjunarlið Real Madrid litið út á næstu leiktíð.