Morgan Gibbs-White er efstur á óskalista Manchester City í sumar. Fabrizio Romano segir frá þessu.
Hann segir að City ætli að ganga hratt til verks til að reyna að ná samkomulagi við hann og félag hans.
Gibbs-White hefur verið öflugur með Nottingham Forest í vetur og vill City kaupa hann.
Gibbs-White gæti verið hugsaður sem arftaki fyrir Kevin de Bruyne sem er á förum.
Enski landsliðsmaðurinn var áður í herbúðum Wolves en hann er 25 ára gamall.
Búist er við miklum breytingum hjá City í sumar þar sem margir leikmenn munu hverfa á braut.