Manchester United ætlar að skoða það í sumar að krækja í Bryan Mbeumo framherja Brentford.
Telegraph fjallar um málið en vitað er að Brentford er tilbúið að selja hann fyrir 60 milljónir punda.
Mbeumo er 25 ára gamall og kemur frá Kamerún en hann hefur vakið athygli í vetur fyrir frammistöðu sína.
Vitað er að Newcastle horfir til Mbeumo í sumar en nú segir Telegraph að United sé einnig við borðið.
Félagaskiptaglugginn fer á fullt þegar enska úrvalsdeildin klárast og er Mbeumo einn af þeim sem verða til umræðu þá.