Lögreglu barst tilkynning um vopnaðan mann á Hverfisgötu, en sá var sagður vera með skotvopn. Sérsveitin var því kölluð út en Vísir greinir frá því að einn hafi verið handtekinn og að málið sé í rannsókn. Maðurinn var staddur inni í íbúð en lögregla hefur ekki staðfest að skotvopn hafi fundist á staðnum. Aðgerðin stóð yfir frá hálf sjö til rúmlega átta.
Mbl.is greindi frá því í morgun að Hverfisgötu, Lindargötu, Vitastíg og Klapparstíg hefði verið lokað vegna aðgerðanna.