fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 12:16

Benjamin Stokke Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Stokke er genginn í raðir Aftureldingar en félagið gekk frá samningi við hann í gær á gluggadegi. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Búið er að skila inn helstu pappírum til KSÍ en beðið er eftir staðfestingu frá knattspyrnusambandinu í Noregi.

Stokke er 34 ára gamall norskur framherji og varð markakóngur í B-deildinni þar í landi árið 2023.

Hann var eftir það tímabilið mættur til Íslands og var hluti af liði Breiðabliks sem varð ÍSlandsmeistari á síðustu leiktíð. Stokke skoraði fjögur mörk fyrir Blika en var mest á bekknum.

Stokke hefur undanfarið leikið með Eik Tönsberg í C-deildinni þar í landi en mætir nú aftur til Íslands.

Afturelding hefur verið að leita að framherja síðustu vikur en liðið hefur skorað eitt mark í fyrstu fjórum umferðum Bestu deildarinnar, það mark kom af vítapunktinum í sigri á Víkingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun