fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 12:16

Benjamin Stokke Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Stokke er genginn í raðir Aftureldingar en félagið gekk frá samningi við hann í gær á gluggadegi. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Búið er að skila inn helstu pappírum til KSÍ en beðið er eftir staðfestingu frá knattspyrnusambandinu í Noregi.

Stokke er 34 ára gamall norskur framherji og varð markakóngur í B-deildinni þar í landi árið 2023.

Hann var eftir það tímabilið mættur til Íslands og var hluti af liði Breiðabliks sem varð ÍSlandsmeistari á síðustu leiktíð. Stokke skoraði fjögur mörk fyrir Blika en var mest á bekknum.

Stokke hefur undanfarið leikið með Eik Tönsberg í C-deildinni þar í landi en mætir nú aftur til Íslands.

Afturelding hefur verið að leita að framherja síðustu vikur en liðið hefur skorað eitt mark í fyrstu fjórum umferðum Bestu deildarinnar, það mark kom af vítapunktinum í sigri á Víkingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Danskur kantmaður í raðir Víkings

Danskur kantmaður í raðir Víkings
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Í gær

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí
433Sport
Í gær

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu