fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

433
Sunnudaginn 20. apríl 2025 14:30

Fyrir utan heimili Greenwood eftir handtökuna Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Medhi Benatia, yfirmaður knattspyrnumála Marseille, hefur tjáð sig eftir ‘lygasögur’ sem voru birtar í frönskum fjölmiðlum.

Þar var fjallað um þrjá eða fjóra leikmenn en þeir sem voru helst nefndir eru Mason Greenwood, Adrien Rabiot og Pierre-Emile Hojbjerg.

Talað var um það að þeir síðarnefndu væru að neita því að spila með Greenwood sem er fyrrum leikmaður Manchester United og var handtekinn á sínum tíma fyrir heimilisofbeldi.

Framherjinn Greenwood hefur átt gott tímabil en hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu fimm leikjum sínum.

Franskir miðlar greindu frá því að bæði Hojbjerg og Rabiot væru ósáttir með stöðu Greenwood innan félagsins og hefðu engan áhuga á því að spila með Englendingnum.

Einn miðill bendir á að málið tengist á einhvern hátt heimilisofbeldinu umtalaða sem átti sér stað fyrir um þremur árum.

,,Getiði ímyndað ykkur? Ef þetta væri satt? Hann hefur ekkert komið til mín og enn frekar, haldiði að ég þurfi að einhver komi til mín ef þetta væri staðan?“ sagði Benatia.

,,Pierre-Emile Hojbjerg er einn mesti atvinnumaður sem við eigum og hann er leikmaður sem vill að allir standi saman líkt og Rabiot.“

,,Í dag vill Rabiot afreka einn hlut og það er að komast í Meistaradeildina. Þeir hafa aldrei mætt á skrifstofuna til að ræða þessi mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir
433Sport
Í gær

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Í gær

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina