Jude Bellingham var sendur í aðgerð í sumar en meiðsli á öxl höfðu lengi verið að plaga hann. Var því ákveðið að senda hann undir hnífinn.
Bellingham fór í aðgerð beint eftir Heimsmeistaramót félagsliða í sumar og hefur síðan þá verið frá.
Enski landsliðsmaðurinn er hins vegar byrjaður að æfa og verður í leikmannahópi í Meistaradeildinni í kvöld.
Franska liðið Marseille mætir þá í heimsókn á Santiago Bernabeu og gæti Bellingham fengið nokkrar mínútur.
Bellingham er að hefja sitt þriðja tímabil hjá Real Madrid og eru miklar væntingar gerðar til hans eins og síðustu árum.