Real Betis virðist vera að landa Antony á ný frá Manchester United. Telegraph fjallar um málið.
Eftir mikil vonbrigði hjá United gekk Brasilíumanninum frábærlega á láni hjá Betis á seinni hluta síðustu leiktíðar. Vill hann fara þangað aftur, en hann er engan veginn í áætlunum Ruben Amorim á Old Trafford.
Það er nú að takast ef maraka má nýjustu fréttir. Betis og United nálgast samkomulag um annan lánssamning Antony, sem munu svo enda með kaupum næsta sumar.
Antony kom til United frá Ajax árið 2022. Hann er með 150 þúsund pund í vikulaun og því kærkomið fyrir félagið að losa hann, þar sem hann er ekki inni í myndinni.