Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, var valinn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í nóvember og desember.
Norski töframaðurinn kom að sex mörkum Arsenal í þessum mánuði en liðið er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Introducing the @PremierLeague Player of the Month for November/December…🥁
Our skipper 🥇
Congratulations, Martin! 👏
— Arsenal (@Arsenal) January 13, 2023
Þá var knattspyrnustjóri Arsenal, Mikel Arteta, valinn stjóri nóvember og desember í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal vann alla fjóra leiki sína á tímabilinu sem um ræðir. Þá skoraði liðið tíu mörk og hélt tvisvar sinnum hreinu.
Four matches. Four wins. Ten goals. ✅@PremierLeague Manager of the Month 🥇
Big congratulations to Mikel and his staff ❤️
— Arsenal (@Arsenal) January 13, 2023