Ivan Perisic, leikmaður Tottenham, segir að það hafi verið augljóst að Tottenham myndi ná Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð frekar en Arsenal.
Perisic skrifaði undir hjá Tottenham í sumar en liðið hafnaði í fjórða sætinu á síðustu leiktíð, tveimur stigum á undan Arsenal.
Perisic ræddi við Antonio Conte, stjóra Tottenham, tvisvar á síðasta tímabili og eftir leik við Arsenal var hann handviss um að Meistaradeildsrsætið væri í höfn.
Arsenal tapaði í kjölfarið gegn Newcastle í 36. umferð vetrarins á meðan Tottenham vann báða sína leiki gegn Burnley og Norwich.
Króatinn vildi aðeins ganga í raðir Tottenham ef félagið myndi ná sæti í deild þeirra bestu. Hann kom frá Inter á Ítalíu.
,,Ég held að við höfum fyrst verið í sambandi í mars. Í seinna skiptið var það í apríl þegar þeir unnu Arsenal og það var augljóst að þeir myndu ná Meistaradeildarsæti,“ sagði Perisic.
,,Mig hefur alltaf langað til að spila í Meistaradeildinni og einnig að prófa ensku úrvalsdeildina. Þegar þeir náðu Meistaradeildarsætinu þá ræddum við saman og kláruðum þetta á tveimur dögum.“