Erling Haaland var að sjálfsögðu á skotskónum í kvöld er lið Manchester City spilaði við Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Leiknum lauk óvænt með 1-1 jafntefli en Demarai Gray jafnaði metin fyrir Everton í seinni hálfleik.
Man City átti 16 marktilraunir gegn aðeins tveimur frá Everton en mistókst að bæta við öðru marki.
Bournemouth tapaði heima gegn Crystal Palace á sama tíma, 2-0, og heldur nokkuð erfitt gengi nýliðana áfram.
Fulham vann þá Southampton 2-1 og Newcastle og Leeds gerðu markalaust jafntefli.
Manchester City 1 – 1 Everton
1-0 Erling Haland(’24)
1-1 Demarai Gray(’64)
Bournemouth 0 – 2 Crystal Palace
0-1 Jordan Ayew(’19)
0-2 Eberechi Eze(’36)
Fulham 2 – 1 Southampton
0-1 James Ward-Prowse(’32, sjálfsmark)
0-2 James Ward-Prowse(’56)
1-2 Joao Palhinha(’88)
Newcastle 0 – 0 Leeds